Hafnfirðingar, skrifum undir og mótmælum háhýsum við Flensborgarhöfn
Comments
#202
Vegna þess að þetta er bara bull(Hafnarfjörður, 2018-05-21)
#228
Hef búið í HFJ alla mína ævi og við Strandgötunaá móti Flensborgarhöfn í mörg ár. Að byggja þessi háhýsi mun eyðileggja það sem gerir fjörðinn einstakan. Norðurbakkinn hefur skemmt nóg fyrir útsýni smáhýsanna allt í kring og hefði verið nóg að stoppa þar. Þessi háhýsi munu taka allan eiginleika sem fjörðurinn hefur. Leyfum höfninni að njóta sín og íbúanna sem búa þarna í kring að njóta þess útsýni sem við enn höfum. Það væri mikil synd að afgirða alla höfnina og loka allt inni. Þetta eru gífurleg mistök.(Hafnarfjörður, 2018-05-23)
#236
Alltof háar byggingar, þarna á að vera lágreist byggð eins og skipulagslýsing sem gerð var með íbúum kvað á um.(Hafnarfjordur, 2018-05-25)
#237
Er ekki komið nóg af blokkum í kringum höfnina, ekki annað skipulagsslys eins og Norðurbakka.(Hafnarfjordur, 2018-05-25)
#238
Eyðilegging á útsýni og þrengir að fallegum bæ sem a að vera bjartur og opinn. Hræðileg hahýsi(Hafnarfjörður, 2018-05-25)
#239
Er sammála Guðmundi finnst að byggingarnar séu of háar.(Hafnarfjörđur, 2018-05-28)
#241
Ekki annað skipulagsslys við höfnina(Hafnarfjörður, 2018-05-29)
#242
Þetta mun gjörsamlega rústa þeirri fegurð sem Hafnarfjarðar höfn hefur. Þetta væri til háborgarinar skammar að fórna því fyrir þessi hús(Kópavogur (Þó alinn upp í Hafnarfirði), 2018-05-29)
#250
Buið er að eyðileggja nóg með byggingu háhúsi, útiloka útsýni fyrir almenning svo örfáir njóti, nægur landrými er á Íslandi og enginn skilur afhverju það þarf að troða allt á sama ferkilómetran. Er það til að byggingaraðilar eða bæjarfélag geti sett meira í budduna ? á kostnað almennings(Reykjavík, 2018-09-05)
#251
Vil halda höfninni með lágum byggingum(Hafnarfjordur, 2018-09-19)
#252
Hafnarmyndin er mér kær í þeirri mynd sem hún er.(Hafnarfjörður, 2018-09-19)
#261
Galin hugmynd(Hafnarfjörður, 2018-09-23)
#262
Húsin eru of há og of mikið byggingarmagn.(Hafnarfjörður, 2018-10-04)
#267
Svona þarf að byggja með samvinnu við bæjarbúa.(Reykjavík, 2018-10-25)
#268
Nóg komið af háhýsum og útlitslega séð passar það ekki inn í bæjarmyndina. Hætta að hugsa svona mikið um að græða.(Hafnarfjörður, 2018-10-25)
#273
Þetta er ekki það sem þarf þarna halda sig við furra skipulag(Hafnarfirði, 2018-10-31)