Eru börn, fædd 14. október 2016 og fyrr, ódýrari en börn fædd 15. október 2016 og síðar?

Anna Begga
Guest

/ #22 launahækkun nýrra starfsmanna

2016-10-14 11:48

Þetta er ekki flókið.
Laun foreldra sem eru heima með nýfæddu börnin sín verða hækkuð frá og með 15. október. Það hlýtur þá að vera að allir sem starfa við þetta, umönnun nýfæddra barna sinna, sitji við sama borð. Óháð kyni, aldri, já eða aldri barna þeirra. Eða hvað?
Þegar laun eru hækkuð á hinum almenna vinnumarkaði hækka laun allra starfsmanna, ekki bara þeirra sem enn er ekki búið að ráða, starfsmenn sem þegar eru að vinna fá hækkunina líka. Af hverju ekki við sem þegar höfum hafið störf okkar í fæðingarorlofi?
Já og getum við kallað þetta eitthvað annað en orlof, það er villandi málnotkun. Ég (eins og svo margir aðrir) hélt að þetta væri bara þægilegt frí enda bendir orðið til þess.