Ólöf Nordal: Bjóðum albönsku fjölskyldunum til Íslands fyrir jól!


Guest

/ #47

2015-12-12 21:41

Það er HiminHrópandiÓréttlæti að fara svona með fólk - Það hefur bæði þurft kjart og þor fyrir þessa fjölskyldu að komast til Íslands - með VON um að geta skapað sér og bönunum betra líf! Ísland er aðili að Barnasáttmála SÞ og fullgilti 1992 og löggilti samninginn 2013. Með því hefur Ísland tekið á sig mikla ábyrgð og skyldur (til jafns við aðrar þjóðir) að standa vörð um réttindi barna. Í 1. gr. segir: "Markmið laga þessara er að styrkja stöðu mannréttinda barna." Það er auðvelt að færa rök fyrir því að brotið hafi verið á þessum börnum samkvæmt Barnasáttmálanum - ég nefni aðeins 24. gr. en þar segir í 1. gr.: "Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu." Það stingur í hjartað að sjá aðfarirnar!! Þetta minnir um margt á "Hreppaflutningana" - Fólk er tekið með valdi - fjarlægt í skjóli nætur og flutt á braut... !!