Við krefjumst þess að barnabæturnar verði ekki skertar!

Til ráðherra og forseta.


Við undirrituð krefjumst þess að barnabæturnar verði ekki skertar eins og núverandi fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir.

Það vegið að barnafjölskyldum! Fólk er í raun hvatt til að hætta að eiga börn, skrá sig ekki í sambúð, jafnvel skilja á pappírum og svíkjast um.

Þetta er ekki ölmusa, þetta er nauðsyn. Það er allt svo ofboðslega dýrt hérna á landinu og par sem er með 400.000 kr í samanlagðar tekjur er jafnvel að borga helminginn af þeim eingöngu í húsnæðiskostnað.  Þá á eftir að borga allt annað, t.d matvæli, sem kosta orðið meira í dag en áður, lyf, leikskóla, skólamáltíðir, fatnað, lyf, læknisheimsóknir og skóladót. Hjálpi manni ef eitthvað kæmi upp á eins og t.d afmæli eða slíkt!

Maður hefði haldið að það væri nauðsyn að fá nýliðun í landinu og nýja skattgreiðendur og að þeir, börnin, þurfi ekki að lifa að miklu leiti á núðlusúpu og grjónum. 

Ungt fólk er í fyllstu alvöru farið að renna hýru auga til annarra landa, þar sem það er nógu slæmt að það sé í raun ekki fræðilegur möguleiki fyrir fólk að kaupa sér heimili hér á landi, heldur á líka að fara að þyngja róðurinn enn frekar hjá fólki sem má ekki við því.

Þetta má ekki gerast!!