Stuðningur við frumvarp Alþingis um lengingu fæðingarorlofs

Comments

#406

Ég hefði viljað lengra fæðingarorlof á sínum tíma. Svo er erfitt að fá pláss hjá dagmömmum og því fylgjir mikil streyta að reyna að brúa bilið áður en börn komast á leikskóla. Allra hagur að fá lengra fæðingarorlof.

(Garðabær, 2017-02-09)

#415

Útaf mér finnst fæðingarorlofið mitt alltof stutt

(Reykjavík, 2017-02-09)

#426

Ég á barn, orlofið sem ég fékk var ekki nóg.
þessir 18 mánuðir eftir að fæðingarorlofi lýkur og barn kemst inn 2ára á leikskóla er eitthvað sem þarf að laga, og styð ég það alla leið!!

(Hafnarfjörður, 2017-02-09)

#468

Ég skrifa undir vegna þess að ég tel það vera hagur flestra barna að vera sem lengst í faðmi foreldra, það skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Ég myndi vilja sjá að foreldrum sé gert kleift að vera með börn sín heima til amk tveggja ára aldurs og/eða að foreldrum sé gert kleift að vinna hlutastörf svo að börn þurfi ekki að vera í átta/níu tíma á dag í leikskóla. Einnig myndi ég vilja sjá að einstæðir foreldrar fái undanþágu frá jafnréttisreglu fæðingarorlofssjóðs þannig að börn einstæðra foreldra fái jafn langan tíma heima og önnur. Og að lokum myndi ég vilja sjá að skólafólk fengi mannsæmandi fæðingarorlof en ekki þennan fáránlega fæðingarstyrk sem enginn getur lifað á.

(Kópavogur, 2017-02-10)

#498

Að mínu mati er of snemmt að setja barn í pössun 9 mánaða og daggæsluúrræði eru fá fram að leikskóla

(Reykjavík, 2017-03-07)

#518

Ég vil hafa möguleika á því að eignast barn og ekki lenda í stressi hvert á að setja barnið eftir "9 mánuði" (ef við notum ekkert orlof saman). Ég tel einnig að 9 mánaða gamalt barn sé ekki tilbúið til vistunnar hjá ókunnugum í 8 tíma (eða meira) á dag.

(Gothenburg, 2017-03-07)

#524

Af því þetta er löngu tímabært. Það á að hjálpa fjölskyldum á þessu skamma skeiði við að koma nýjum skattgreiðendum í þennan heim.

(Reykjavík, 2017-03-08)

#525

Ég vil sjá lengra fæðingarorlof því það myndi hjálpa öllum foreldrum, sama hvernig þau eru stödd fjárhagslega. Ég á 13 mánaða gamalt barn og er búin að vera föst heima því ég fæ enga dagvistun..
Gerum jafnt við alla foreldra það kostar jafn mikið fyrir alla að eiganst börn!!

(Reykjavík, 2017-03-08)

#538

Af því að ég er tveggja barna móðir og veit hvað það er mikilvægt að geta sinnt barninu fyrstu mánuðina og allt fyrsta árið.

(Akureyri, 2017-03-10)

#570

Breyting er þörf! Bæði lengd og upphæð fæðingaorlofs.
Tek mig sem dæmi þá hef ég verið í endurhæfingu í rúmt ár og fæ endurhæfingalífeyri. Nú er ég gengin tæpa 5 mánuði og þegar barnið kemur dett ég niður í fæðingastyrk sem nemur um 70þ kr. Lækka sem sagt um 110þ kr og þess vegna get ég með naumindum tekið meira en lágmarks fæðingarorlof ef það má kalla það orlof. Það er alls ekki gott að fá ekki frekar bara 80% af tekjum síðustu mánaða eins og oftast er reiknað með.
Það þarf umbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs.

(Akureyri, 2017-03-17)

#572

Ég tel þetta mál mjög mikilvægt vegna barnanna okkar.

(Árborg, 2017-03-17)

#573

Nauðsynlegt að breyta þessum reglum

(Kópavogur, 2017-03-17)

#575

Ég vill að foreldrar geti verið lengur með börnunum sínum

(Reykjavik, 2017-03-17)

#587

Fæðingarorlof verður að fylla upp í þann tíma sem er framm að öðrum dagvistunar úrræðum

(Reykjavík, 2017-03-17)

#588

Hækkun á fæðingarorlofi hjálpar ekki fjölskyldum með tekjur undir meðallagi heldur bara þeim tekjuhærri. Lengingu frekar en hækkun.

(Hafnarfjörður, 2017-03-17)