Klárum dæmið


Guest

/ #135 Re: Ætlar þú að treysta Þýskalandi?

2013-04-24 13:35

#127: Ætlar þú að gerast þegn Þýskalands? - Ætlar þú að treysta Þýskalandi?  

Þjóðverjar eru bara 16,5% af heildar mannfjölda ESB. Með öðrum orðum hinar 26 þjóðirnar telja því 83,5% af mannfjöldanum og öllum hinum atkvæðunum. Ef við lítum á gömlu bandalögin í Evrópu, þá er mannfjöldi í þjóðum "Bandamanna" um 38%: Breta (12,5%), Frakka (12,5%), Íra (1%), Hollendinga (3%), Pólverja (4%), Tékka (2%) og Norðurlandabúa í ESB (3%) mun meiri en 29% í gömlu öxulveldum Þjóðverja og Ítala (12%). Þær þjóðir hafa einnig langtum fleiri atkvæði en þær síðarnefndu. Þjóðverjar þurfa að reiða sig á stuðning annarra ESB þjóða sem sumar hverjar  urðu fyrir barðinu á þeim í heimsstríðunum. Þær þjóðir munu ekki leyfa Þjóðverjum neinn yfirgang geri þeir sig líklega til að beita slíkum aðferðum, eins ólíklegt og það nú er. Þjóðverjar þurfa að ná samkomulagi um sameiginlegar aðgerðir við hinn ríkin. Það er því mýta að Þjóðverjar ráði lögum og lofum í sambandinu eins og Margaret Thatcher, fv. forsætisráðherra Breta hélt fram, enda var hún seinnastríðs barn í Bretlandi. Bretland fór illa út úr striðinu fyrir tilstilli Þjóðverja með því að missa heimsveldi sitt meira og minna og mörgum Bretum svíður það enn. Þrátt fyrir það samþykkti Járnfrúin að Bretar gengju inn í ERM myntsamstarfið, óundirbúnir eins og þeir því miður voru vegna ójafnvægis í efnahagslífinu og ríkisfjármálum. Tveim árum síðar hrökkluðust þeir úr því. Þótt Þjóðverjar hafi vissulega mikil áhrif í sambandinu, ekki síst þegar þeir reiða fram stórar fjárhæðir til að aðstoða illa sett ríki, eins og Spán, Írland, Portúgal, Ítalíu, Grikkland og Kýpur, þá eru áhrif þeirra eitthvað sem hinum þjóðunum er í lófa lagið að stemma stigu við. En heimurinn hefur sem betur fer breyst, ekki síst fyrir tilstilli ESB. Í staða átaka sem grundvallast á einhliða þjóðhyggju er áhersla á að leysa milliríkjadeilur með samningum eða í réttarsal, eins og Icesave deilan sýndi. Það er alls ekki af ástæðulausu að Evrópusambandið fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Ef sagan segir okkur Íslendingum eitthvað, þá hafa Bretar reynst okkur oft á tíðum erfiðari í samskiptum en Þjóðverjar, sbr. landhelgisdeilan og Icesave. Þjóðverjar líta almennt upp til okkar. En um leið hafa Bretar einnig reynst okkur hjálplegir, eins og með því að senda herlið hingað til að fyrirbyggja að Þýskt herlið gæti sett upp bækistöð hér, á miðju Atlantshafi, þegar þeir áttu allt undir að fá hergögn með skipum frá Bandaríkjunum. Í ESB getum við verið viss um að við munum ekki búa við að gengið sé á þjóðarhagsmuni okkar, hvort sem það er af hálfu Þjóðverja, Breta eða sambandsins í heild, þar sem það er andstætt löggjöf og grundvallarhugsun sambandsins. Í dag aðhyllast ESB þjóðirnar meira og minna sömu borgaralegu gildi og við Íslendingar. Klárum dæmið!