Breytum klukkunni á Íslandi

Klukkan hér á Íslandi er stillt samkvæmt Greenwich og er því rangt skráð samkvæmt gangi sólar. Raunverulegt hádegi miðað við sólarstöðu er kl. 13:30 á Íslandi og því birtir um 1 og ½ tíma seinna hjá okkur en gera myndi ef klukkan væri rétt stillt.  Þetta gerir það að verkum að Íslendingar fara á fætur í svartamyrkri stóran hluta ársins. Með því að seinka klukkunni um eina klukkustund má því  fækka myrkvum morgnum á Íslandi. Líkamsklukka okkar er stillt samkvæmt gangi sólar og því er nú misræmi milli okkar innri klukku og ytri klukku samfélagsins. Þetta gerir það að verkum að ef við vöknum kl 7:00 þá er líkamsklukka okkar í raun einungis 5:30.  Slíkt getur haft neikvæð áhrif á svefnvenjur og lunderni.

Með því að skrifa undir þennan lista styður þú þá tillögu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og miða hana við gang sólar.


Hið íslenska svefnrannsóknarfélag    Contact the author of the petition