Við undirrituð krefjumst afsagnar þeirra þingmanna sem urðu sér til skammar á Klausturbarnum.
Comments
#1228
mér finnst að þetta fólk eigi að átta sig því sjálft að svona hegðun er ekki í lagi og því sé sjálfsagt að segja af sér - en þau virðast því miður ekki gera það og því legg ég mitt af mörkum til að gera þeim það ljóst!(Akureyri, 2018-11-30)
#1232
Mér ofbýður siðleysi og óheiðarleiki þessara stjórnmálamanna og tel að traust almennings á Alþingi og stjórnvöldum almennt muni hverfa með öllu taki þeir ekki ábyrgð á orðum sínum og athöfnum(Selfoss, 2018-11-30)
#1257
Mér er misboðið(Kópavogur, 2018-11-30)
#1270
Mér er gjörsamlega ofboðið(Stykkishólmur, 2018-11-30)
#1289
Er kennari og móðir og er skíthrædd við fordæmið sem þetta setur unglingunum/börnunum okkar.(Reykjavík, 2018-11-30)
#1296
Fólk sem hefur siðferðiskennd á svona lágu plani á ekki erindi inn á Alþingi(Reykjavík, 2018-11-30)
#1308
Minni á að það þarf að fara í tölvupóst og staðfesta undirskrift.(Reykjavík, 2018-11-30)
#1317
óboðlegt(Selfoss, 2018-11-30)
#1324
Svona menn eiga ekki heima á þingi(Kópavogur, 2018-11-30)
#1330
Siðblinda. Áfengisvíman afhjúpar innri mann. Ófyrirgefanlegt.(Garðabær, 2018-11-30)
#1332
fólk á að taka afleiðingum gjörða sinna og þingmenn eiga ekki að vera undanskildir(Piedmont, 2018-11-30)
#1335
Fólk eins og þessir uppfullir af mannfyrirlitningu eiga ekki heima á alþingi eða í nokkrum áhrifastöðum yfirleitt(Seyðifjörður, 2018-11-30)
#1339
Svona talsmáti á hvergi að líðast. Maður á aldrei að segja neitt nemað það sem hægt er að seiga beint við manneskjuna sjálfa.(Akureyri, 2018-11-30)
#1340
Traust almennings á hinu lýðræðislega kerfi er mikilvægari en hagsmunir þingmanna sjálfra.(Akureyri, 2018-11-30)
#1343
Þetta er algjörlega óásættanleg hegðun kjörinna embættismanna, eða hvers sem er - svona mannfyrirlitning á ekki að líðast. Afsögn strax(Reykjavik, 2018-11-30)
#1345
Burt með þetta fólk !(Olafsfjordur, 2018-11-30)
#1356
Ég þoli ekki spillingu eða niðrandi tal um annað fólk eða sér hópa.(Reykholt, 2018-11-30)
#1361
HISSA(Reykjavík, 2018-11-30)
#1369
þetta fólk ætti að sýna fullveldinu virðingu með því að stíga til hliðar og tilkynna það í tilefni af 1. desember 2018(Hafnarfjörður, 2018-11-30)
#1390
Er búin að fá nóg af fólki sem axlar ekki ábyrgð. Komin tími til(Kópavogur, 2018-11-30)
#1396
I sign in side because I have shame of it be Icelandic citizen. Thank you.(Kópavogi, 2018-11-30)