Við undirrituð krefjumst afsagnar þeirra þingmanna sem urðu sér til skammar á Klausturbarnum.
Comments
#4207
Þeir kunna ekki að skammast sín fyrir þessa hörmulegu framkomu .(Reykjavík, 2018-12-17)
#4217
Þetta fólk varð sjálfu sér og þjóð sem kaus þau inn á þing til skammar!(Reykjavík, 2018-12-17)
#4222
Þau iđrast einskins og eru siđlaus(Reykjavik, 2018-12-17)
#4227
Mér finnst að þingmenn sem verða uppvísir að því að líta á konur, öryrkja, hinsegin fólk og fatlaða sem annars flokks fólk geti ekki sinnt verið trúverðugir fulltrúar almennings í landinu eða hluti af eðlilegu vinnustaðaumhverfi á Alþingi. Mér ofbýður sú harka, hroki og valdsmunur sem þessir sömu þingmenn beita öryrkjann sem tók upp drykkjuraus þeirra með lögsókn sinni.(Bronnoysund, 2018-12-17)
#4245
Loksins fengum við almenningur að kynnast raunverulegu imnræti þessara þingmanna. Þökk sé Báru.(Búðardalur, 2018-12-17)
#4249
Ég er svo gáttaður á innræti þessa fólks að ég tel mig knúinn til að mæla með því að þau víki af þingi nú þegar.(Akranes, 2018-12-17)
#4252
Ég skrifa undir af því að ég er þreytt á kvenfyrirlitningu, fötlunarfordómum og spillingu. Þannig stöff á ekki heima á alþingi(Reykjavík, 2018-12-17)
#4263
Fyllibyttur og aumingjar eiga ekki heima á þingi(Stokkseyri, 2018-12-17)
#4286
Stjórnmálamenn/konur sem toku þátt eru til skammar og eigu að skammast sin.(Akranes, 2018-12-17)
#4289
Allt traust er farið.(Hafnarfjörður, 2018-12-17)
#4297
Ég vil ekki svona siðleysingja á þingi(Hafnarfjörður, 2018-12-17)
#4302
það er bara það rétta að þeir seigi af sér og áfram Bára þú ert hetja <3(Akranes, 2018-12-17)
#4310
Misboðið framkoma þeirra sem sátu á Klausturbarnum og ekki síður viðbrögð þeirra eftir atburðinn.(Kópavogur, 2018-12-17)
#4314
Af því að mér finnst munnsöfnuður þeirra og uppljóstranir, jaðra við landráð gegn þjóðinni.(Reyjavík, 2018-12-17)
#4321
Óboðleg framkoma!(Reykjavík, 2018-12-17)
#4349
Mér ofbýður og skil ekki hvernig Sigmundur telur að þetta sé aðeins gert til að klekkja á honum og flokki hans.(Kopavogur, 2018-12-18)
#4350
Við þurfum vandaða og orðvara þingmenn. Þessir hafa fallið á einfaldasta siðferðisprófinu.Að tala niður til annarra sem voru fjarstaddir og höfðu ekki tækifæri að verja sig er fyrirlitlegt!
(Mosfellsbæ, 2018-12-18)
#4352
Hjartað og hugurinn eru sammàla um nauðsyn þess að svona tal sé ekki liðið à kostnað almennings.(Hafnarfjörður, 2018-12-18)
#4355
Ég skrifa undir fyrir mína hönd og einnig dóttur minnar!Það er algjörlega fyrir neðan allar hellur að einstaklingar sem eru andlit lands og þjóðar geti hagað sér líkt og þetta umrædda fólk gerði og haldið áfram að sitja á hinu háttvirta þingi!
Þau hafa orðið sjálfum sér, landi og þjóð til skammar á alþjóða vísu og eftir þau orð sem þau létu falla um stóran hóp þjóðarinnar og samstarfsfólk sitt hafa þau sýnt sitt rétta eðli, og ættu ekki undir neinum kringumstæðum að fara með löggjafarvald yfir þeim einstaklingum sem svo greinilega, að þeim finnst, eru langt fyrir neðan þeirra virðingu.
(Kristiansund N, 2018-12-18)
#4361
Mér ofbauð fyrirlitningin(Mosfellsbær, 2018-12-18)
#4370
It is absurd that they have not resigned already!(Reykjavík, 2018-12-18)
#4372
Af því að það er óásættanlegt að þjóðkjörnir meðlimir Alþingis landsins, sem eiga að heita leiðtogar og fyrirmyndir, sýni þá spillingu og tali með því viðringaleysi og þeim hatursfulla hætti sem upptökurnar af Klaustri sýndu ljóslega - í ölæði og á launum frá þjóðinni í ofanálag. Þessi hegðun er skammarleg og það að engin iðrun hafi verið sýnd í kjölfarið rýrir enn fremur traust þjóðarinnar til þessa aðila. Út með þetta lið!(Kópavogur, 2018-12-18)
#4379
Orð þessara sex þingmannanna í garð kvenna, öryrkja, hinsegin fólks og fatlaðra voru fyrirlitleg. Það er ljóst að þeir geta ekki trúverðugir fulltrúar almennings. Þá eru þeir ekki hæfir til samvinnu með þeim þingmönnum á Alþingi sem þeir hafa nítt af skóinn, það er ekki boðlegt. Þá segir lögsóknin gegn öryrkjanum sem tók upp hatursflauminn að dómgreind þeirra sé ekki í lagi.(Reykjavík, 2018-12-18)
#4393
The comments of these people are a direct attack on many groups(Reykjavík, 2018-12-18)
#4397
Því fordómarnir sem ullu út úr þeim við vinnutímadrykkjuna geta haft áhrif á hvernig þau setja lög.(Reykjavík, 2018-12-18)