Við undirrituð krefjumst afsagnar þeirra þingmanna sem urðu sér til skammar á Klausturbarnum.

Comments

#3207

Mér líkar ekki að hafa fólk sem hugsar og hagar sér svona í forsvari sem þjóna þjóðarinnar.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3217

Óafsakanleg hegðun og í vinnutíma í ofanálag,áttu samkvæmt fréttum að vera á þingfundi.Kominn tími á það hér á landi að þingmenn axli ábyrgð á gerðum sínum.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3223

This has gone too far.

(hurva, 2018-12-03)

#3229

Mannfyrirlitning, kvennfyrirlitning og fordómar eiga ekkert erindi á Alþingi

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3230

Ég vil ekki að svona fólk sé yfir landinu okkar. það er bull og vitleysa að fólk viti í alvörunni ekki betur en þetta. Þetta á ekki einu sinni að vera spurning þetta fólk á bara ekki heima á þingi ennþá!

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3237

Er heiðarlegur

(Reyjavik, 2018-12-03)

#3258

Það er virkilega komin tími til að þeir þjóðkjörnu fulltrúar okkar sem sitja á þingi beri fulla ábyrgð á gjörðum sínum og verkum og átti sig á að sæti það sem við treystum þeim fyrir sé ekki bólstrað þeirra rassi fyrir lífstíð, heldur þurfi þeir að vinna sér inn traust þjóðar, það á ekki að vera sjálfgefið að sitja og þurfa aldrei að bera ábyrgð. Okkar þjóðkjörnu fulltrúar þurfa aga og hann veitum við með að þeirri kröfu að þeir beri ábyrgð.

(Álftanes, 2018-12-03)

#3261

Þetta fólk er ekki hæft til að sitja á þingi og fara með hag heillar þjóðar

(Mosfellsbær, 2018-12-03)

#3289

Þessir menn hafa fyrirgert rétti sínum að sitja í umboði þjóðar á Alþingi íslendinga! Burtu með þá alla 6 - 5 karla og ein 1 kona!

(Reykjavik, 2018-12-03)

#3293

Mér gjörsamlega ofbýður svona háttarlag

(Reykjavik, 2018-12-03)

#3314

Svona menn eiga ekkert erindi inn a þing.
Þeir hafa ekki hag annara í forgangi.
Hugsa aðeins um sjálfan sig og græða og koma illa fram við fólk almennt.
Fólk sem er á þingi á að vera vinna fyrir fólkið í landinu en ekki um aðeins um sinn eigin hag.
Þetta er til skammar hvernig þau hafa hagað sér.

(Iceland, 2018-12-03)

#3317

Það eina rétta í stöðunni er að reka þetta fólk sem er svo siðblint að það skrópar úr vinnunni til að detta í það og ulla út úr sér þvílíkum viðbjóði og getur svo ekki einu sinni tekið ábyrgð á klúðrinu!!

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3334

Orðin ÁBYRGÐ, SÓMAKENND, SJÁLFSVIRÐING eiga svo sannarlega vel við þetta fíaskó. Alþingi er rúið trausti, þið getið lagað eitthvað með því að segja af ykkur.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3337

Þeir geta ekki unnið fyrir þjóðina!!!!!!

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3356

Fsögn þeirra þarf að koma eigi síðar en núna

(Garðabær, 2018-12-03)

#3365

Ég sætti mig ekki við hegðun af þessu tagi, alveg sama hver á í hlut og hvort sem er undir áhrifum áfengis eða ekki.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#3367

Fávitar

(Akranes, 2018-12-03)

#3375

Þau skitu uppá bak! skömm af þessum Þingmönnum

(Akureyri, 2018-12-03)

#3380

Siðlaust

(Hafnarfjörður, 2018-12-03)