Við undirrituð krefjumst afsagnar þeirra þingmanna sem urðu sér til skammar á Klausturbarnum.

Comments

#2422

Svona tölum við ekki um hvort annað....

(Reykjavik, 2018-12-01)

#2425

Komið út yfir öll mörk.....

(Reykjavík, 2018-12-01)

#2426

Þetta fólk hefur ekkert að gera á þingi íslendinga ef þau ekki geta tekið ábyrgð á talsmáta hjá sjálfum sér vegna dómgreindarleysis, geta þau ekki tekið þá ábyrgð að vinna fyrir fólkið í landinu.

(Keflavík, 2018-12-01)

#2438

Svona einstaklingar eiga ekki að vera á Alþingi. Siðfrðiskend þessa fólks er á - mörg hundruð

(Kópavogir, 2018-12-01)

#2463

Vegna skorts á ábyrgð og dómgreind, kjörinna þingmanna á Alþingi!

(Hveragerði, 2018-12-01)

#2478

Sem kjósandi Flokks fólksins í síðustu Alþingiskosningum blöskrar mér framkoma Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar. Ég dreg hér með umboðið sem ég veitti þeim með atkvæði mínu sem fulltrúa mína á Alþingi, til baka.

(Hafnarfjörður, 2018-12-01)

#2484

vegna spillinga og ósiðlegt athæfi. Bjarni Ben ætti líka að gera það.

(reykjavík, 2018-12-01)

#2487

Burtu af alþingi með þetta fólk!

(Reykjavik, 2018-12-01)

#2491

Krefst afarlausrar afsagnar eftirtalinna þingmanna. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Ólafs Ísleifssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Karls Gauta Hjaltasonar og Berþórs Ólasonar. Ástæðan er öllum kunn.

(Húsavík, 2018-12-01)

#2507

Ég er bara komin með uppí kok af spillingu og óheiðarleika í íslenskum stjórnmálum.

(Reykjavik, 2018-12-01)

#2511

Ef ég léti hanka mig á verkfræðistofunni með svona ummælum um yfirmenn eða starfsfélaga yrði ég að taka poka minn tafarlaust

(Kópavogur, 2018-12-01)

#2529

Þetta er viðbjóður

(Reykjavik, 2018-12-01)

#2533

Með framferði sínu hafa þessir menn fyrirgert rétti sínum til setu á Alþingi Íslendinga sem fulltrúar þjóðarinnar .

(Kristiansand, 2018-12-01)

#2539

Hræsnin og lágkúran getur ekki verið meiri - þurfum heiðarlegt fólk á alþingi

(Mosfellsbær, 2018-12-01)

#2543

Þetta var dropinn sem fyllti mælinn !

(Kópavogur, 2018-12-01)

#2550

Tel þess háttsemi óásættanlega fyrir kjörna þingmenn. Þeira eiga að taka pokann sinn strax

(Ísafjörður, 2018-12-01)

#2553

Mér ofbýður hroki og framkoma þessara eintaklinga. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki eða af hvaða kyni fólk er, svona framkomu verður ekki við unað.

(640 Húsavík, 2018-12-01)

#2561

Við viljum ekki siðlausa þingmenn lengur. Þeir eru þjóðinni til skammar og tjóns. Fleiri mættu taka pokann sinn sem er útroðinn af svikum við þá sem verst hafa það.

(Neskaupstaður, 2018-12-01)

#2562

Út af þingi.

(Kópavogur, 2018-12-01)

#2574

Svona á ekki viðgangast!

(Reykjavik, 2018-12-01)

#2584

Svona á ekki að líðast í siðmenntuðu samfélagi árið 2018. Hundskist þið af alþingi þið eruð öll rekinn

(Reykjavík, 2018-12-01)

#2600

Þessi tröll eiga ekkert erindi meðal siðaðs fólks

(Kópavogur, 2018-12-01)