Við undirrituð krefjumst afsagnar þeirra þingmanna sem urðu sér til skammar á Klausturbarnum.
Comments
#2205
Mér er gersamlega misboðið!(Kópavogur, 2018-11-30)
#2208
Fólk sem sýnir slíka mannfyrirlitningu á ekki erindi á alþingi.(Selfoss, 2018-11-30)
#2215
Hugarfar þessara þingmanna sem birtist í orðum þeirra er óásættanleg - sérstaklega fyrir þingmenn(Kópavogur, 2018-11-30)
#2224
Það þarf að moka ruslinu út(Keflavík, 2018-11-30)
#2225
Viðkomandi þingmenn sýna samstarfsfólki, Alþingi, kjósendum sínum og almenning algert virðingarleysi með orðum sínum og gerðum.(Grundarfirði, 2018-11-30)
#2233
Algjörlega óásættanlegt að þeir sytji áfram, ástæða öllum kunn.(Reykjavík, 2018-11-30)
#2239
Á alþingi á að sitja mannkostafólk sem starfar heilindum. Þetta fólk er það ekki.(Reykjavik, 2018-11-30)
#2242
Þetta fólk á ekkert erindi á Alþingi Íslendinga. Ekkert.(Reykjavík, 2018-11-30)
#2245
Löngu komin tími til þess að við séum öll ábyrg gjörða okkar. Sama hvaða stéttum við þjónum.Annað væri mismunun ;)
Svo veit ég að við myndum flest missa vinnuna ef við værum á fillerí í næsta húsi á vinnutíma ..
Ekki spurning.
(Reykjavík, 2018-11-30)
#2246
Við þurfum fólk sem sýnur virðingu til starfa á Alþingi.(Reykjavík, 2018-11-30)
#2276
Vegna þess að fólk sem viðhefur svæsna hatursorðræðu um konur og fólk í viðkvæmri stöðu á ekki heima á þjóðþingi Íslendinga.(Reykjavík, 2018-11-30)
#2278
I am signing this petition because I have had enough of the corruption of the Icelandic government !(Kópavogur, 2018-11-30)
#2295
Vá! Á tæpum sólarhring eru 6800 manns búnir að melda sig going eða interested á mótmælin á morgun. Fyllir mann af von fyrir framhaldið. Gosið er klárlega hafið, línan hefur verið dregin í sandinn.Við líðum ekki þessa viðurstyggilegu mann- og kvenfyrirlitningu deginum lengur. Út með ykkur seku af hinu háa Alþingi. Þið saurgið ekki lengur okkar heilaga lýðræðishús.
ÖBÍ er komið með, sem og Kvenréttindafélagið og endalaust margir aðrir. Við linnum ekki látum fyrr en þið sem skömmina eigið segið af ykkur! Það er ENGINN að fara að kaupa þessu ómerkilegu PR taktík ykkur um “leyfi” og “frí” osfr.
Athugið að þessu verður fylgt eftir í fulla hnefana. Þið eigið nákvæmlega ekkert erindi á löggjafarþingi Íslendinga og engar heimtur á því lengur að eiga aðgang að því að setja lög hér í landinu fyrir konur, karlmenn, börn, öryrkja, eldri borgara; þjóðina. Og fá í þókn ofurlaun.
Nú klárar þjóðin það sem að hún byrjaði á 4. apríl 2016 og hreinsar Alþingi af lygurum og lyddum sem í vanmætti og öfund sinni fyrirlíta konur og minnihlutahópa. Og smætta sér til SKEMMTUNAR á virkum þingfundatíma, steinsnar frá pontu Alþingis.
Segið af ykkur strax!
#GosiðErHafið
Hlekkur á mótmælin á morgun: https://www.facebook.com/events/369627583606316/?ti=icl
(Reykjavík, 2018-11-30)
#2321
Leyfi er ekki nógSegið af ykkur strax.
(Grindavík, 2018-12-01)
#2326
Íslenskur almenningur þarf að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Þið eigið að gera það sama! Þetta er ósköp einfalt!(Kópavogur, 2018-12-01)
#2331
Það er móðgun við alþingiskonur, allar, að eiga að starfa með þeim(Reykjavik, 2018-12-01)
#2332
Umræður þingmannanna voru siðlausar og ólöglegar, og þeim til ævarandi skammar.(Reykjavík, 2018-12-01)
#2343
Þetta er umtalsillska af verstu gerð og sæmir engum, hvað þá lýðræðislega kjörnum fulltrúum okkar almennings. Tappan tók endanlega úr þegar Sigmundur Davíð gaf frá sér þá yfirlýsingu að þetta hefði verið bara saklaust miðað við hvernig baktjaldaumræðan á hinu háa Alþingi væri almennt. Kaupum við það ódýra svar? Sorglegt og siðlaust.(Mosfellsbaer, 2018-12-01)
#2347
Framkoma Klausturmanna er með öllu óviðunandi. Við höfum ekkert með svona siðleysingja að gera á þingi!(Kópavogur, 2018-12-01)
#2357
Óásættanlegt(Hveragerði, 2018-12-01)
#2358
mér er gróflega misboðið(Kópavogur, 2018-12-01)
#2364
Krefja Klaustursliðið til afsagnar(Akureyri, 2018-12-01)