Við undirrituð krefjumst afsagnar þeirra þingmanna sem urðu sér til skammar á Klausturbarnum.

Comments

#2001

Ég vil svona óþroskað pakk burt úr OKKAR ríkisstjórn.

(Akureyri, 2018-11-30)

#2011

Þetta fólk er óhæft

(Hafnarfjörður, 2018-11-30)

#2016

Þessir menn sinna gríðalegri ábyrgðar stöðu þar sem vanvirðing og kæruleisi má ekki líðast

(Reykjavik, 2018-11-30)

#2027

það er talað um að launin séu há vegna mikillar ábyrgðar... þá verða þessir aðilar að standa undir þeirri ábyrgð, partur af þeirri ábyrgð er að segja af sér þegar búið er að kúka upp á bak og vel það!

(Sandnes, 2018-11-30)

#2029

Að bera virðingu fyrir fólki hvar sem það er í þjóðfélaginu. Það á fólk á alþingi að vita.

(Reykjavík, 2018-11-30)

#2034

Mér er svo freklega misboðið.

(Kópavogur, 2018-11-30)

#2043

Immoral, !!!!

(Reykjavik, 2018-11-30)

#2048

Gjörsamlega ólíðandi að hafa svona fólk að setja okkur lög.

(Keflavík, 2018-11-30)

#2062

I am angry, and we need to clean out.

(Gardabaer, 2018-11-30)

#2065

Tökum til á Alþingi.

(Kópavogur, 2018-11-30)

#2080

Þessi hegðun þingmannanna gerir þá sjálfkrafa óhæfa til þess að starfa af heilindum með öðrum á Alþingi.

(Akureyri, 2018-11-30)

#2090

Langar til að Ísland verði fullvaxta fullveldi.

(Lakselv, 2018-11-30)

#2093

Mér er stórlega misboðið!

(Garður, 2018-11-30)

#2105

Þeir eiga að segja af sér .

(Keflavík, 2018-11-30)

#2115

Ummæli þessa einstaklinga eiga aldrei að líðast,hvað þá hjá Alþingismönnum.

(Grundarfjarðarbær, 2018-11-30)

#2118

Òvidunandi leidtogar lands og thjòdar

(Reykjavik, 2018-11-30)

#2126

Vegna þess að þetta er óásættanlegt.
Kvenfyrirlitning og fólksfyrirlitningin er yfir öll mörk !

(Seltjarnarnes, 2018-11-30)

#2182

Svona talsmæti er ólíðandi, á það margfallt við um þingmenn Alþingis.

(Reykjavík, 2018-11-30)

#2184

Svo að ég vísi nú bara í ummæli Hallgríms Óskarssonar; Sigmundur og félagar tuddast, búllíast, klæmast og niðurlægja samstarfsfólk. Þá er fréttaflutningurinn eina vandamálið af því þeir voru bara „að sitja saman á góðri stund og grínast... í léttum dúr“. Trumpískt siðferði: Aldrei taka ábyrgð, aldrei sýna hluttekningu, hvorki samkennd né virðingu. Engin reisn eða tign og engin sómatilfinning, aðeins bölsóttast út í sendiboðann og reynt að breiða yfir og réttlæta gjörðina sjálfa. Maður sem sækist eftir völdum en sýnir firringu, yfirlæti, vanvirðingu og smán á hvorki að fá völd né vegtyllur."

(Reykjavík, 2018-11-30)

#2195

Framkoma fyrir neðan virðingu alþingismanna.

(Reykjavík, 2018-11-30)

#2199

Þessum þingmönnum er ekki treystandi til að starfa áfram á þingi, starfa með öðrum kjörnum einstaklingum af virðingu og láta gott af sér leiða meðal annars í jafnréttismálum svo eitthvað sé nefnt.

(Hafnarfjörður, 2018-11-30)