Við viljum Félagslega húsnæðistefnu sem leyfir gæludýrahald


Guest

/ #13

2014-03-26 11:58

Rannsóknir hafa sýnt að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði þeirra sem búa einir og hafa lítið félagslegt net í kring um sig. Margir þeir sem búa í félagslegu húsnæði þurfa á því að halda að hafa eitthvað uppbyggilegt og gefandi í kring um sig. Það er því í raun sértæk þörf fyrir húsnæði sem leyfir gæludýr.