Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda / We encourage the Icelandic government NOT to cut funds for basic science

Comments

#2

Velsæld samfélaga byggir á þekkingu, og hennar getum við bara aflað með grunnrannsóknum. Hagnýting þekkingar byggir einnig á vísindalegri færni, sem ungir vísindamenn búa yfir.

Arnar Pálsson (Reykjavík, 2023-11-30)

#10

Framtíð lífvísinda er undir og fjármögnun ótal rannsóknarverkefna yngra fólks. Einnig er nánast ómögulegt að halda uppi rannsóknum með óvissu um fjármögnun.

Pétur Petersen (Reykjavík, 2023-11-30)

#12

Öflugar grunnrannsóknir eru lykill að alllri nýsköpun, sem og að því að viðhalda hér öflugum háskólum, sem er eitt af stefnumálum stjórnvalda

Bjarni Kristjánsson (Sauðárkrókur, 2023-11-30)

#28

Grunnrannsóknir sem vinna með þverfaglega þekkingarsköpun lista og vísinda er undirstaða fyrir velmegun samfélagsins. Að minnka fjármagn í hverskonar grunnrannsóknir sem lúta að þróun og uppbyggingu samfélags og lífheilsu allra lífvera er mikið áhyggju efni á þessum tímum sem nú eru svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingar.

Bryndís Snæbjörnsdóttir (Reykjavík, 2023-11-30)

#49

Framlög til vísindastarfa eru mikilvæg og eru of lítil.

Indriði Þorláksson (Reykjavík, 2023-11-30)

#52

I care for the people going to get affect by this cut on expenditure

Satish Bonthu (Reykjavik, 2023-11-30)

#55

Með niðurskurði er bætt við grindum í því sem aldrei á að vera hindrunarhlaup: Afla þekkingar og finna úrræði. Vissulega dýrt, en ennþá dýrara ef þau vantar.

Adalgeir Arason (Reykjavík, 2023-11-30)

#67

I don't consider that the Icelandic government's investment in research is sufficient and definitely not on par with other developed nations. We have severe knowledge gaps that are preventing us from achieving 30 by 30 and other conservation and management objectives. Cutting funding further is clearly not the answer!

Haseeb Randhawa (Reykjavík, 2023-11-30)

#68

Ég ber miklar vonir til stjórnvalda til að átta sig á mikilvægi framþróunar vísinda á Íslandi. Íslenska vísindasamfélagið er í einstakri stöðu í heiminum vegna menningarlegrar sérstöðu. Annars staðar í heiminum keppa teymi vísindamanna um að vera fyrstir til að uppgvöta það sem þeir rannsaka. Á Íslandi vinna teymi vísindamanna saman að settum markmiðum sem gerir það að verkum að framþróun á sér stað hraðar. Þessi munur gerir Ísland samkeppnishæft við önnur lönd sem hafa meira fjármagn.
Að minnka nú þegar lítið fjármagn til vísinda á Íslandi gæti orðið til þess að þessi einstaka íslenska vísindamenning gæti liðið undir lok. Það er ekki boðlegt og ég vona að stjórnvöld nái að sjá sinn hag í því að hafa sterkt mennta og vísindasamfélag á Íslandi.
Stuðningur við vísindi og menntun er grunnstoð af farsælu samfélagi. Þessu má ekki gleyma.

Þengill Fannar Jónsson (Reykjavík , 2023-11-30)

#71

Samkeppnissjóðir fræðafólks voru fjársveltir fyrir.

Auðunn Arnórsson (Reykjavik , 2023-11-30)

#80

This seems to be contrary to all the cheerleading from our politicians for more STEM, more innovation, and more tech startups (you know, exactly the kind of thing supported by this type of public funding!).

Sean Scully (Akureyri, 2023-12-01)

#91

cutting the funding will ultimately affect our enrollment in being able to provide the best engineering education we have to offer our students

Alisha Moorhead (Kópavogur, 2023-12-01)

#94

Framtíð ungs vísindafólks er í húfi. Örfáir möguleikar eru í boði fyrir ungt vísindafólk að fjármagna framhaldsnám og fyrstu skrefin innan akademíunnar og nú á að skera það all hressilega niður. HÍ útskrifar ca 80-90 með doktorspróf á ári, þessi niðurskurður samsvarar nánast algerum niðurskurði á nýjum doktorsnemum í staðinn. Nýsköpun verður ekki til nema með vel þjálfuðu starfsfólki. Háskólarnir eru undirstaða fyrir bæði þjálfun og vettvangur fyrir nýjar hugmyndir til að líta dagsins ljós. Við þurfum fjármagn í grunnrannsóknir bæði til nýliðunnar innan háskólanna en einnig til að þjálfa upp starfsfólk sem vinnur svo við nýsköpun.

Katrin Möller (Reykjavik, 2023-12-01)

#95

Því Jónas hafði rétt fyrir sér. Sbr. eftirfarandi:

Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð;

Ragnar Lárusson (HFJ, 2023-12-01)

#115

Mikilvægi þess að hlúa að rannsóknum og nýsköpun hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og nú. Sú ákvörðun að skerða fjármagn til samkeppnissjóða er gríðarlega skammsýn og mun einungis verða til þess að draga úr samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum vettvangi og draga úr verðmætasköpun með tilheyrandi afleiðingum.

Stefán Þór Eysteinsson (Neskaupstaður, 2023-12-01)

#125

Vísindi dagsins eru tækni, lyf, og matur morgundagsins. Skynsamlegt að skera það niður?

Ingi Agnarsson (Mosfellsbær, 2023-12-01)

#132

Nútímasamfélag byggir á vísindalegri þekkingu, og það gefur auga leið að loftslagsbreytingar eiga eftir að auka á áskoranir samfélagsins. Til að geta tekist við þær er samfélaginu bráðnauðsynlegt að búa að öflugu ungu vísindafólki sem getur beitt sér í leit að lausnum fyrir hönd lítillar eyþjóðar úti í reginhafi sem glímir við margar áskoranir sem ekki eru hátt skrifaðar af stærri samfélögum sem búa við aðrar aðstæður. Skammt er síðan sameindalíffræðileg þekking Íslendinga varð okkur til hags í heimsfaraldri. Þá er ljóst að við erum nú á leið inn í nýjan fasa eldvirkni á Reykjanesi, þar sem mannslíf velta á því að við búum að ötulu og drifmiklu samfélagi jarðvísindafólks. Það að kippa stoðunum undan vísindastarfi á Íslandi með þessum hætti er skammgóður fjárhagslegur vermir. Það væri öllu hyggnara að styrkja rannsóknaumhverfið á Íslandi, og þar með fjárfesta í öruggari framtíð lands og þjóðar.

Freyja Imsland (Kópavogi, 2023-12-01)

#138

Engin nýsköpun er án undanfarandi grunnrannsókna

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (Reykjavík, 2023-12-01)

#147

Government support of research is essential for Iceland's development, driving research, and presence on the international stage.

Jennifer Kricker (Reykjavík, 2023-12-01)

#163

Jarðhræringar á Reykjanesskaga, slysasleppingar laxa, o.fl., sýna mikilvægi grunnrannsókna. Að skera nipur framlög til grunnrannsókna í stað þess að margfalda þau heitir að stjórnvöld pissa í skóinn: litlatáin hlandvolg í augnablik en kelur svo.

Einar Árnason (Reykjavik, 2023-12-01)

#167

Fjárfestum í framtíðinni

Hafsteinn Einarsson (Reykjavik, 2023-12-01)

#170

"Það er magnað hvað vísindamenn geta fylgst náið með atburðunum í Grindavík" - ónefndur aðili.
Nútíma samfélag byggir á grunnrannsóknum innan háskóla. Hvort sem verið er að vakta svæði vegna yfirvofandi náttúruvá, hanna byggingar sem standa af sér jarðskjálfta, framleiða lyf eða lækna andlegu hliðina. Hvort sem verið er að auka verðmæti náttúruauðlinda, stemma stigu við loftlagsbreytingum, kortleggja árangur menntakerfisins, eða verja íslenska tungu innan hins nýja gervigreindarheims. Allt byggir þetta á grunnrannsóknum. Án þeirra er engin nýsköpun. Fjölmörg loforð kjörinna fulltrúa um aukinn stuðning við nýsköpun og framþróun eru orðin tóm, ef að á sama tíma á að draga úr grunnrannsóknum.

Sigríður Hlynsdóttir (Garðabær, 2023-12-01)

#175

Rannsóknarháskóli án rannsókna? Nýsköpun án rannsókna? Sprotafyrirtæki án rannsókna? Tryggjum framtíðina, styðjum við grunnrannsóknir.

Haraldur Gunnar Guðmundsson (Reykjavík, 2023-12-01)

#182

Vísindin efla alla dáð

Viðar Guðmundsson (Kópavogur, 2023-12-01)

#183

SCIENCE 🔬💞

Kyle Edmunds (Reykjavik, 2023-12-01)

#193

þetta gengur ekki!

Steinunn Ólafsdóttir (Reykjavík, 2023-12-01)

#200

Öflugur innlendur grunnrannsóknasjóður skiptir höfuðmáli fyrir sterkt íslenskt rannsóknasamfélag. Þeir eru líka forsendan fyrir því að byggja upp hæfni og getu til að sækja peninga í erlenda sjóði.

Íris Ellenberger (Reykjavik, 2023-12-01)



Paid advertising

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...